Námskeið

Lífsbylgjutækni námskeið

Ert þú með verki, þjáist þú af streitu og vöðvabólgum, ert þú orkulaus, eða vilt þú ná enn betri liðleika og orku í daglegu lífi?

Átt þú við þyngdarvandamál að stríða og vilt ná betri árangri?

Ert þú meðhöndlari og vilt bæta við þig meiri þekkingu á náttúrulegan máta?

Langar þig til þess að læra tækni sem bætir heilsu þína umtalsvert þar sem þú getur styrkt ónæmiskerfið þitt, minnkað verki, flýtt fyrir gróanda sára og margt fleira með meðferð sem er án allra lyfja eða annarra efna?

Þá gætu þessi námskeið verið fyrir þig!

Námskeiðin eru í 3 hlutum. Og er hver hluti 4 tímar í senn. Öll kennslugögn eru á íslensku.


Námskeið 1

Farið verður yfir hvað Lifewave er og hvaða flipi/tegund er við hverju og einu.

Farið verður í hvað orkubrautir eru og hvað dvelur í hverri og einni orkubraut.

Kennt verður um orkubrautirnar og hvaða punktar eru bestir til meðhöndlunar.

Kennt verður hvernig þú lærir að hlusta á og lesa líkama þinn svo þú getur meðhöndlað hann sem best.

Kennt verður viss tækni með til þess að auka enn betur virkni Lifewave

Æfingartími


Námskeið 2

Af hverju ert þú ekki að ná eins miklum árangri með þessa undratækni í höndunum. Gæti lausnin verið fyrir framan þig en þú ekki áttað þig á því?

Á þessu námskeiði verður farið yfir hverjar helstu lausnirnar eru við því sem gæti verið að orsaka vandamálið.

Farið betur yfir hverja orkubraut fyrir sig og skoðaðir vissir áhrifapunktar sem hægt er að nota við mörgum vandamálum.

Farið verður dýpra í viss dagleg vandamál hjá fólki eins og bakverki, vefjagigt, höfuðverk og margt fleira. Farið verður í af hverju viss vandamál geta verið að koma aftur og aftur og kenndar verða nokkrar leiðir til þess að ná enn betri árangri.

Æfingartími


Námskeið 3

Ert þú meðhöndlari eða langar þig til þess að dýpka skilning þinn á líkama þínum og eða þinna nánustu?
Þá er námskeið 3 fyrir þig.

Farið verður yfir algenga sjúkdóma og vandamál og hvernig er best að leysa vandamálin miðað við hvað sé að.

Farið verður í að leita að upptökum vandamálsins og kenndar leiðir til að nota með til meðhöndlunar svo vandamálið sé ekki að koma upp aftur og aftur.

Hér verður lögð rík áhersla á að þú æfir þig og fáir að spreyta þig á öðrum svo þú náir tækninni vel.


 

SvandisKennari á námskeiðunum er Svandís Birkisdóttir sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur, meistari í nuddi, bowentæknir, reikimeistari, Shamballameistari, dáleiðslutæknir, nálastungutæknir, yogakennari o.fl.

Hvert námskeið kostar 12 þúsund og er í 4 tíma í senn. Ef þú bókar og borgar fyrir öll námskeiðin í einu þá kosta þau 30 þúsund.

Skráning
Bóka þarf sig og staðfesta með staðfestingargjaldi til þess að tryggja sér pláss í síma 767-8801 eða á netfang svandis@orkusetrid.is