Nálastungur

Hvað eru nálastungur?

 

Nálastungum er beitt til þess að koma jafnvægi á líkama og sál. Þeim er beitt í heilsubætandi tilgangi. Notaðar eru lágmark tvær nálar og upp í nokkrar í senn. Þeim er komið fyrir í tilteknum nálastungupunktum eða orkurásakerfi líkamans, eins og kínverjar vilja kalla það. Með því er verið að leitast við að rétta af og laga orkuflæði líkamans og draga þannig úr verkjum sem og öðrum kvillum.

Hugmyndafræðin á bak við nálastungurnar:

 

Nálastungulækningar er ævafornt kerfi lækninga. Upphaflega kom það frá Kína og því kallaðar kínverskar lækningar. Í dag eru nálastungur notaðar víðsvegar um heiminn til lækninga. Nálstungur eru byggðar á flókinni og nákvæmri greiningu og þörfum hvers og eins. Nálastungur eru skráðar sem heildrænar meðferðir og eru miðaðar við að hjálpa og viðhalda heilbrigði manneskjunnar. Líkami og andi eru sögð heild í kínverskri læknisfræði og því hafa nálastungur verið mikið notaðar til þess að vinna með og hjálpa manneskjunni í heild. Þegar unnið er með eitt ákveðið atvik af sjúkdómi eða krankleika þá er verið að meðhöndla margt annað í leiðinni þannig að einstaklingurinn fær ekki bara bata á tilteknu svæði heldur líka á líkama og sál. Nálastungurmeðhöndlarinn leitast við að finna ójafnvægi í orkuflæði nálastunguþegans

Eru nálastungur óþægilegar?

 

Sjaldan er óþægilegt að fá nálastungunál í sig því notast er við mjög þunnar nálar en ekki nálar eins og notaðar eru þegar sprautað er. Einstaklingurinn getur fundið örlítið þegar nálin fer í gegnum húðina en svo rétt eins og smá straum þegar nálin hittir á orkupunktinn eða trigger punktinn.

Hversu langur er hver meðhöndlunartími?

 

Það fer eftir því hvað er að og hvað verið er að meðhöndla og hvort notast þurfi við aðra meðferð með eins og til dæmis nudd. Tíminn gæti því verið frá 30 – 50 mínútur.

Eru nálastungur öruggar?

 

Notaðar eru einnota nálar og ef meðhöndlarinn er fagmaður í nálastungum þá er það talið öruggt.

Hversu oft þarf að koma?

 

Það fer eftir því hvert vandamálið er og hversu lengi það hefur staðið yfir. Ef vandamálið er búið að standa yfir lengur en 6 mánuði telst það orðið krónískur verkur og gæti því þurft nokkur skipti til þess að draga alveg úr einkennum en strax eftir fyrsta tíma ætti strax að létta eitthvað á verkjum og vanlíðan