Heildræn meðferð

Heildræn meðferð snýst um að meðhöndla líkama og sál. Við getum haft líkamlega verki og stundum finnur læknirinn út hvað það er sem veldur því en stundum finnst engin skýring á því. Þá er spurning hvort um sé að ræða andlegan verk sem sest á líkamann.

Svandís Birkisdóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur lært mjög margar aðferðir til að hjálpa einstaklingnum við að losna við verkinn sinn eða að minnka hann töluvert mikið. Hún hefur losað um frosnar axlir, slæmt bak, fótavandamál svo fátt eitt er nefnt. Einnig vinnur hún með undirmeðvitundina til að losa um andleg áföll hver svo sem þau eru, kvíða sorg, reiði og fl

Það er misjafnt hversu oft einstaklingur þarf að koma því það fer alltaf eftir vandamálinu en algeng er að koma í eitt til þrjú skipti.

 

Umsagnir:

„Langar mikið að þakka yndislegri konu sem er snillingur í að hjálpa við í allskyns meinum, Það er hún Svandís Birkis í Orkusetrinu í Garðabænum ❤ gengið mikið verkjuð inn til hennar og komið verkjalaus frá henni ❤ þvílíkur eðal snillingur ❤ Svandís Birkis mín kærar þakkir fyrir mig ?? .. veit alveg fyrir víst að fólk sem orðið svo þreytt á að leita sér hjálpar ,, en sannarlega er hún snillingur ❤ og loksins hef ég ég fundið þann langbesta .. eða hana.“
– Heiðrún B. Hansdóttir


„Ég er svo lánsamur ađ hafa haft tækifæri til ađ kynnast henni Svandísi í Orkusetrinu í Garđabæ.
Þessi engill í mannsmynd hefur hjálpađ mér á margan hátt. Hún hefur komiđ skrokknum á mér í starfhæft ástand þegar ég hef ekki getađ orđiđ unniđ fyrir verkjum. Hjartalag hennar Svandísar er þannig ađ ef fleiri hefđi slíkt væri heimurinn betri.“
– Örn

„Hún Svandís er frábær í sínu fagi, hún lagaði á mér öxlina, nú rétti ég upp báðar hendurnar – ekkert mál.“
– Jóna Vigdís


„hæhæ Ég vil endilega segja ykkur frá því að Svandís hefur bjargað minni heilsu, ég kynntis henni fyrir mörgum árum og var þá bent á hana af því að hún væri töfrum líkust. Og ég hef verið í meðferðum hjá Svandísi og mér finnst hún fagleg og mjög góð“
– Björg