CRYO – hita- og kælimeðferðir

 Hvað er Cryo T-Shock?

Cryo T-Shock er byltingarkennt hátækni-tæki, sem vann til verðlauna á Gicare sýningunni í París, á sviði tæknilegra nýsköpunar til meðhöndlunar og endurhæfingu. Framleiðandinn ELETTRONICA PAGANI, staðsettur í Mílanó, er framúrskarandi með tækniþróun sína og framleiðslu á lækningatækjum síðan 1947. CRYO T-SHOCK tækið frá PAGANI er öruggt tæki með sannreyndri virkni, með fáum frábendingum og aukaverkunum. Þetta er “græn” vara, og án allra náttúru-skaðandi efna.

 

CRYO T-SHOCK er eitt nýjungakenndasta og fjölhæfasta anti-aging tækið á markaðnum í dag sem nýtist til að eyða staðbundinni fitu, draga úr appelsínuhúð (cellulite), og hafa yngjandi áhrif á húðina. Það notar nýjustu tækni af hita-meðferð í bland við cryo-meðferð (sem einfaldast er að lýsa sem nokkurs konar skyndilegri breytingu á hitastigi) til þess að hafa þessi meðhöndlunar-áhrif á líkamann. Notkun tækisins stuðlar að eyðingu fitu fruma og eykur framleiðslu kollagen út frá ferli sem fer af stað í líkamanum þegar hann kemst í nálægð við hita og kulda. Þetta ferli kallast apoptosis sem leiðir af sér hrörnun og eyðingu á dauðum fitufrumum og tekur um 14 daga að eiga sér stað á meðan líkaminn heldur svo áfram að draga úr framleiðslu fitufruma í allt að 2 mánuði.

 

Hvað gerist í líkamanum?

Cryo T-Shock tækið framleiðir skyndilegar breytingar á hitastigi þar sem cryo-virknin (kuldi) er notuð ásamt ofurhita-virkni á öruggan hátt með stanslausri hreyfingu á húðinni með áhaldi tækisins. Cryo-meðferðin örvar húðina og húðvefina, sem hraðar á allri frumuvirkni sem hefur sýnt að sé mjög árangursríkt að herða og móta húðina. Fitufrumur (í samanburði við aðrar frumur) eru viðkvæmar gagnvart áhrifum cryo-virkninnar (kuldinn sem því fylgir), sem veldur því sem kallað er apoptosis-ferli hjá fitufrumunum, sem er í raun náttúruleg stjórnun á frumudauða (fitufrumur sem deyja og koma ekki eftir). Þetta leiðir af sér losun á umfrymisskiptingar-próteinum (citekines) og öðrum efnum sem byrja að stuðla að eyðingu á fitufrumunum og minnka þar með þykktina á fitulagi húðarinnar.

Þegar þú léttist, þá eru fitufrumur að minnka í stærð en eru áfram til staðar í líkamanum og hafa því möguleika á að stækka aftur.  Með Cryo T-Shock tækinu, þá eru þessar frumur eyðilagðar og svo losaðar úr líkamanum á náttúrulegan hátt í gegnum eitlakerfið, blóðstreymið og þvagið. Það er því hægt með þessu móti að finna og vinna á stöðum með uppsafnaðri fitu.

 

Húðjöfnun (Toning)

Cryo T-Shock húðjöfnun virkar einstaklega vel fyrir hluti líkamans þar sem laus húð er vandamál. Jöfnun er notuð til að herða húðina, t.d. eftir mikinn fitumissi eða óléttu. Jöfnunar-meðferð er sérstaklega hönnuð aðeins með kælingu til að herða og jafna húðina, án þess að draga úr fitu.

 

Appelsínuhúð (Cellulite)

Samkvæmt rannsóknum þá er yfir 80% kvenfólks með cellulite-húð, og hingað til hafa fáar ef nokkrar aðferðir virkað almennilega gegn því. En nútímatækni Cryo-meðferðarinnar leysir það mál. Það hefur komið í ljós að kæling hefur jákvæð áhrif á húð og heildarástand líkamans.

 

Hvernig gengur Cryo-meðferð dregið úr Cellulite?

Cryo-meðferð minnkar þykkt á fitulagi húðarinnar með því að nota gífurlegan kulda til að draga æðarnar saman. Þetta er uppskurðar-laus meðferð á fitu til sem framleiðir fitusundrun – sem brýtur niður fitufrumur – sem minnkar líkamsfitu án þess að hafa nein skaðleg áhrif á aðra vefi líkamans. Þetta samanstendur af sérhannaðri tækni þar sem hiti og kuldi eru notaðir saman og sett beint á húð skjólstæðings. Fitufrumur undir húðinni eru náttúrlega viðkvæmari fyrir kælingar-áhrifum heldur en nærliggjandi líkamsvefir. Með kælingu er sett af stað náttúrulegt hrörnunarferli fitufrumnanna (apoptosis) sem halda svo áfram að eyðast mánuðum eftir meðferð, og minnkar þar með þykkt á fitulaginu. Þetta ferli veldur ekki bólgu í frumunum.

 

Árangur sést eftir 20 til 30 daga.

Kalda hitastigið sem er notað í Cryo-meðferð gegn cellulite vinnur í gegnum húðina. Cellulite orsakast af uppsöfnun fitu og afgangsefna (slag products) í nærliggjandi vefum, aðallega á magasvæði, lærum og mjöðmum. Hitastigið undir frostmarki leysir upp vökvann sem bindur saman fitufrumurnar. Þetta ferli eyðileggur frumurnar og það sem heldur þeim saman. Með endurteknum meðferðum fjarlægist efra lag fitunnar. Frumurnar sem hafa eyðilagst berast yfir í blóðstreymið sem eitlakerfið sér svo um að losa úr líkamanum.

 

Frystu fituna!

Cryo-meðferð þrefaldar hraða efnaskiptanna hjá þér og dregur úr cellulite. Hitastig undir frostmarki dregur úr blóðstreyminu, eykur súrefni og næringarefni um likamann, hraðar fyrir losun eiturefna og styrkir vöðvana. Eftir þrjár meðferðir, mun cellulite byrja að minnka hjá þér og þú munt brenna fitu hraðar.

 

Minnkun á fitu og cellulite

Mikið af þeirri virkni og ferlum sem eiga sér stað í líkamanum orsakast af efnaferlum sem eiga sér stað á milli hormóna og viðtökum (receptors). Það sendist á milli um líkamann í gegnum blóðstreymið. Þeir líkamshlutar sem eiga það til að fá mikið af fitu fá frekar lítið blóðflæði. Þetta þýðir að þegar hormónanir í blóðinu sem kveikja á fitusundruninni – að brjóta niður fituna – ná í raun ekki til fitufrumnanna og þar með nær fitan ekki að vera brotin niður. Það þýðir einnig að fita sem líkaminn kallar á til orkunýtingar nær ekki að komast úr fitufrumunni til að komast í brennslu annars staðar í líkamanum.  Cryo-meðferðin örvar efsta lag húðarinnar með kælingu á mjög fljótvirkan hátt. Líkaminn bregst við þessari ofurkælingu með því að auka efnaskiptahraðann til að framleiða hita. Blóðfrumurnar stækka á þessu svæði, sem leiðir af sér aukið blóðflæði, sem orsakar hormónana í blóðinu til að komast í snertingu við fitufrumurnar og brjóta niður fituna. Þess vegna er mögulegt að fjarlægja uppsafnaða fitu á staðbundnum svæðum með aðstoð Cryo-meðferðar, sem hefði annars verið erfitt að gera einungis með breyttu mataræði og hreyfingu.

 

Anti-aging & og endurnýjun húðar

Cryo T-Shock bætir almennt ástand húðarinnar með því að auka súrefni- og næringarmagn sem berst húðinni. Cryo-meðferð kveikir á framleiðslu kollagena í dýpri húðlögunum, sem herðir húðina og vinnur gegn hrukkum. Á meðan Cryo-meðferð stendur, þá fara blóðfrumunar og háræðarnar í gegnum ferli æðaþrenginga (minnkun á blóðfrumum) sem endar svo með æðavíkkun (útvíkkun á blóðfrumum) í lok meðferðar. Þetta hreinsar húðina af uppsöfnuðum eiturefnum og stuðlar að hreinni húð og ljóma.

 

Hvernig er Cryo T-Shock öðruvísi en önnur tæki?

Cryo T-Shock er í grunninn allt öðruvísi en önnur tæki sem notast að engu eða einhverju leiti við skurðaðgerð.  Aðrar aðferðir fyrir fjarlægingu á fitu fela í sér mun harðgerðari leið til frumudauða með því að eyðileggja frumur með hita, hástigs geislun með ómskoðunartækni, eða innsetningu efnabreytu (sprautumeðferð). Nálganir af því tagi fela allar í sér ýmsar tæknilegar áskoranir, sérstaklega varðandi að hitta á réttu dýpt húðarinnar og eiga einnig á hættu að valda skemmdum í eða nálægt fitulaginu. Þekktar aukaverkanir af fitukælingu, t.d. roði, minnkað snertiskin og ójöfn húð er mjög óalgengt með Cryo-meðferð þar sem tækið er alltaf á hreyfingu. Það sem aðgreinir Cryo T-Shock tækið frá öðrum tækjum í sama geira er að það sameinar hita með kulda. Cryo-tækið framleiðir staðbundið hitastigsálag með eiginleika sínum til að skipta fljótt á milli hita og kælingu húðarinnar. Fyrst er hiti settur á húðina í tvær mínútur á það svæði sem á að vinna með. Hitun orsakar fitufrumurnar til að færast nær yfirborði húðarinnar sem gerir þá auðveldara að fjarlægja þær með kælingunni.

 

Staðfestar niðurstöður

Cryo T-Shock er tæki sem notast við meðferðar-hannaða stjórnun á hitastigs-álagi til að minnka fitu í húð sem án skurðaðgerðar, sem annars væri erfitt að gera aðeins með breyttu mataræði og hreyfingu. Niðurstöður klínískra rannsókna hafa sannað þetta á skýran hátt. Cryo T-Shock eyðileggur og minnkar fitufrumur um 20-40% á þeim svæðum sem er unnið á. Ásamt afrennsli eitlakerfisins útrýmir Cryo T-Shock fitufrumunum á náttúrulegan hátt úr líkamanum.

 

Virkni eitlakerfisins (afrennslið) er nauðsynlegur partur af ferlinu

Ein af afleiðingum Cryo-meðferðar er aukning á efnaskipta-ferlum og blóðstreymi líkamans. Þetta orsakar meiri brennslu á kaloríum en venjulega í líkamanum. Aukning efnaskiptanna verður árangursríkust þegar einhvers konar æfing (hreyfing) er gerð eftir meðferð. Nudd á helstu eitlasvæðin eru ávalt framkvæmd eftir meðferð til að hjálpa líkamanum að hreinsa út dauðar fitufrumur.

 

Mögulegar hliðarverkanir

  • Hefur bætandi áhrif á hrukkur og fíngerðar línur
  • Eykur framleiðslu kollagen og elastín sem gerir húðina stinnari
  • Bólga minnkar talsvert eða að öllu leyti í kringum augun
  • Minnkar bólgu, kláða og roða.
  • Húðvandamál eins og húðbólga, exem, bólur og sóríasis geta minnkað.

Cryo-meðferðir í boði hjá Orkusetrinu

 

Cryo hita- og kælimeðferð fyrir fituminnkun

Innanverð læri, kviðarsvæði, hliðar, rass, læri, bak.

Cryo T-Shock er eitt nýjungakenndasta og fjölhæfasta anti-aging tækið á markaðnum í dag sem eyðir staðbundinni fitu, minnkar cellulite, og jafnar og herðir húðina. Það notar nýjustu tækni af hita-meðferð í bland við cryo-meðferð til þess að jafna húð líkamans. Cryo T-Shock eyðir fitufrumum og eykur framleiðslu á kollageni í ferli sem fer af stað í líkamanum þegar mikill hiti og kuldi er settur á valin svæði líkamans. Þetta ferli kallast apoptosis sem leiðir af sér hrörnun og eyðingu á dauðum fitufrumum og tekur um 14 daga að eiga sér stað á meðan líkaminn heldur svo áfram að draga úr framleiðslu fitufruma í allt að 2 mánuði.

 

Cryo hita- og kælimeðferð fyrir húðjöfnun

Aftan á handleggjum, rass, bringa, bak.

Cryo T-Shock húðjöfnun virkar einstaklega vel fyrir hluti líkamans þar sem laus húð er vandamál. Jöfnun er notuð til að herða húðina, t.d. eftir mikinn fitumissi eða óléttu. Jöfnunar-meðferð er sérstaklega hönnuð aðeins með kælingu til að herða og jafna húðina, án þess að draga úr fitu.

 

Cryo hita- og kælimeðferð gegn appelsínuhúð (Cellulite)

Samkvæmt rannsóknum þá er yfir 80% kvenfólks með cellulite-húð, og hingað til hafa fáar ef nokkrar aðferðir virkað almennilega gegn því. En nútímatækni Cryo-meðferðarinnar leysir það mál. Það hefur komið í ljós að kæling hefur jákvæð áhrif á húð og heildarástand líkamans.

 


Verðdæmi

Verðin miðast við hausastærðina sem er notuð í viðkomandi meðferð.

Lítill haus 40.000
Magi eitt svæði 40.000
Læri innanverð báðum megin 40.000
Læri utanverð báðum megin 40.000
Hendur báðum megin 40.000
Hné báðum megin 40.000
Brjóst karla 40.000
Hliðar báðum megin 40.000Svandís Birkisdóttir
, hjúkrunarfræðingur og heildrænn meðferðaraðili, sér um Cryo meðferðir hjá Orkusetrinu.

Nánari upplýsingar og tímapantanir eru í síma 779 8644 eða orkusetrid@orkusetrid.is.

Hafðu samband núna og tryggðu þér tíma.