Bowentækni

Hvað er bowentækni?

Í bowentækni er farið mjúkum en ákveðnum strokum á fyrirfram ákveðnum punktum sem liggja yfir bandvef, liðbönd, vöðva og sinar. Með þessum strokum koma fram jákvæðar breytingar á vöðvum og stoðkerfi líkamans.

 

Hver fann upp bowentækni?

Ástralinn Tom Bowen (1916-1982) uppgötvaði punkta víðsvegar á líkamanum þar sem ýtt var á í ákveðinni röð, leiddi það til þess að líkaminn fór sjálfur að vinna og laga sig. Hann vann við námugröft þegar hann fór að uppgötva þetta því þeir sem unnu með honum voru að kvarta yfir hinum ýmsu verkjum og vandamálum. Hann fór þá að ýta á viss svæði á líkamanum og mennirnir fundu ótrúlegan bata eða góða breytingu eftir það. Hann fór þá að prófa sig áfram og æfa sig þar til hann fann út hvaða punkt hann átti að nota við hin ýmsu vandamál. Síðar kenndi hann nokkrum einstaklingum tækni sína sem hafa síðan kennt hana áfram.

 

Hvernig virkar bowenmeðferð?

Settar hafi verið fram nokkrar kenningar sem mögulega gætu útskýrt þau áhrif sem bowentækni hefur. Ein af þeim er að strokurnar sem beittar eru í bowentækninni örvi orkuflæðið í líkamanum sem síðan leiði til heilunnnar. Aðrir hafa sagt að punktarnir liggi yfir vissa þekkta sársaukapunkta sem öðru nafni eru kallaðir trigger points og ef þeir eru örvaðir þá leiðir það til þess að vöðvar fari í að endurstilla sig og í kjölfarið slaknar á þeim vöðvum.

 

Hvernig fer meðferðin fram?

Einstaklingurinn mætir í léttum og góðum klæðnaði eins og íþróttabuxum og bol. Meðferðaraðilinn tekur stutta sjúkrasögu til þess að skoða og fræðast um vandamál viðkomandi svo hann geti út frá sögunni, meðhöndlað vandamálið beint og hvaða punkta er best að nýta til þess að fá góðan árangur.

Einstaklingurinn liggur síðan á bekk með teppi yfir sér. Meðferðaraðilinn gerir síðan 2 – 8 strokur í einu á einstaklingnum síðan fær líkaminn að vinna á þeim strokum og meðtaka þær í nokkrar mínútur. Þá eru fleiri strokur settar inn og þetta síðan endurtekið nokkrum sinnum í um 50 mínútur. Hver meðferð tekur 45-50 mínútur og sagt er að gott er að koma í 3 skipti með viku millibili en einstökum sinnum hefur 4 skiptinu verið bætt inn í.

Eftir hverja meðferð er ráðlagt að drekka mikið af vatni en forðast að fara í bað eða sturtu sama dag því líkaminn er enn með vinna eftir að tímanum líkur.

 

Ekki er gott að vera í öðrum meðferðum samtímis nema lyfjameðferð eða líkamsþjálfun. Gott er að ræða það við meðhöndlarann þegar pantaður er tími til þess að vera viss því líkaminn þarf að fá tækifæri til þess að vinna úr meðferðinni án annnarra utanaðkomandi áreita.

 

Bowentækni getur hjálpað til við:

höfuðverk/mígreni

• frjókornaofnæmi

• eyrnabólgu

• kjálkavandamálum

• vöðvabólgu og stífleika í hálsi

• axlarvandamálum

• asma og öndunarfæravandamálum

• meltingarfæravandamálum, ristilvandamálum, bakflæði

• tennisolnboga

• sinaskeiðabólgu/tölvumúsaverkjum

• ungbarnakveisu, magakveisu, ógleði, uppköstum

• nýrnavandamálum

• hvers kyns bakverkjum

• grindar og mjaðmarverkir&grindargliðnun

• móðurlífs og ófrjósemisvandamál

• tíðaverkir

• nárameiðsli

• vandamál í hnjám og ökklum